Skip to content

Tix.is

Þjóðleikhúsið

  • From 26 September
  • To 12 October
  • 6 dates

Ticket price:6.900 - 10.900 kr.

Event info

Gættu að því hvers þú óskar þér
Nýtt íslenskt verðlaunaverk sem var sýnt hjá Royal Shakespeare Company

Sóley kemur heim af djamminu um sumarnótt og finnur ókunnugan mann liggjandi meðvitundarlausan við útidyrnar. Hún og faðir hennar ákveða að skjóta skjólshúsi yfir manninn en ekki getur þau órað fyrir afleiðingunum.

Annar maður skýtur upp kollinum, vill þakka feðginunum fyrir hjálpsemina og býður föður Sóleyjar að óska sér einhvers. Hann lofar því að óskin muni rætast, hver sem hún er. Faðirinn eygir loksins von um að geta komið sér upp úr skuldasúpunni. En ekki er allt gull sem glóir.

TÖFRAR – BLEKKINGAR – PENINGAR

Ef þú gætir fengið eina ósk uppfyllta, hvers myndirðu óska þér?

Sjáðu Mídasargoðsögnina lifna við mitt í reykvískum veruleika.

Kolbrún Björt Sigfúsdóttir hefur haslað sér völl sem leikskáld og leikstjóri á Bretlandi og víðar allt frá útskrift úr meistaranámi í leikstjórn árið 2013. Leikritið Þetta er gjöf vísar í goðsöguna um Mídas, en hún birtist okkur hér í reykvískum veruleika. Verkið var sýnt hjá hinu rómaða leikhúsi Royal Shakespeare Company 2023 í leikritaröðinni „37 Plays“ og rataði á lista Women’s Prize for Playwriting.

eftir Kolbrúnu Björt Sigfúsdóttur
Þýðing: Friðrika Benónýsdóttir og Kolbrún Björt Sigfúsdóttir

Leikstjórn: Kolbrún Björt Sigfúsdóttir
Aðstoðarleikstjórn: Hilmar Guðjónsson
Leikmynd og búningar: Guðný Hrund Sigurðardóttir
Tónlist: ROR
Lýsing: Garðar Borgþórsson
Hljóðhönnun: Kristján Sigmundur Einarsso