Tix.is

Þjóðleikhúsið

Event info

Eitursnjallt og einstaklega áhrifaríkt verk sem kemur sífellt á óvart

Eftir framúrskarandi viðtökur tveggja fyrri verka Mayenburg-þríleiksins, Ellen B. og Ex, sem hlutu fjölda Grímutilnefninga og verðlauna, er nú komið að síðasta verkinu, Skiptir ekki máli, sem leikskáldið sjálft, hinn víðfrægi leikhúsmaður Marius von Mayenburg leikstýrir.

Simone er rafeindavélfræðingur, nýkomin heim úr viðskiptaferð til Ítalíu með yfirmanni sínum. Hún er með gjöf handa eiginmanni sínum, Erik, sem hefur að vanda sinnt búi og börnum á meðan hún hefur verið í burtu, og reynt þess á milli að einbeita sér að þýðingum sínum fyrir bókaforlagið sem hann vinnur hjá. Erik hikar við að opna pakkann. Er kannski eitthvað annað sem fylgir þessari gjöf?

En hvað ef það væri Erik sem væri að koma heim úr viðskiptaferð, og Simone hefði verið heima að sinna fjölskyldulífinu? Væri þá eitthvað á annan veg?

Ellen B. og Ex –Örfáar aukasýningar!

Fyrri tvö leikritin í Mayenburg-þríleiknum, Ellen B. og Ex, í leikstjórn Benedicts Andrews, vöktu gífurlega athygli á síðasta leikári, voru tilnefndar til fjölda Grímuverðlauna og hlutu verðlaunin fyrir xxx. Í nóvember gefst einstakt færi á að sjá öll leikritin í þessum magnaða þríleik. Verkin þrjú eru sjálfstæð, en ákveðin þemu og eiginleikar tengja þau. Réttnefnt leikhúskonfekt, þar sem stórleikarar í bitastæðum hlutverkum kryfja líf nútímafólks.

Örfáar aukasýningar – mögnuð leikaraveisla!