Tix.is

Þjóðleikhúsið

Event info

Þjóðleikhúsið og bókaforlagið Bjartur efna til viðburðar til styrktar fórnarlömbum stríðsins í Úkraínu. Leikarar Þjóðleikhússins lesa úr úkraínsku skáldsögunni Dauðinn og mörgæsin sem nýlega var endurútgefin af Bjarti og þýðandinn Áslaug Agnarsdóttir segir frá úkraínska höfundinum Andrej Kúrkov.
Áslaug Agnarsdóttir þýðandi kynnir skáldsöguna Dauðann og mörgæsina eftir Andrej Kúrkov sem var nýverið endurútgefin á íslensku hjá bókaforlaginu Bjarti og leikarar úr Þjóðleikhúsinu lesa valda kafla úr bókinni. Bókin verður til sölu á staðnum.

Valkvæður aðgangseyrir, á bilinu 1.000-10.000 kr., rennur óskiptur til neyðaraðstoðar í Úkraínu, ásamt öllum ágóða af bók- og veitingasölu um kvöldið. Einnig verður tekið við frjálsum framlögum.