Skip to content

Tix.is

Þjóðleikhúsið

Event info

Konsterta

Leikhópinn Konserta skipa þau Jóhann Kristófer Stefánsson og Tatjana Dís Aldísar Razoumeenko. Þau vinna og frumsýna nýtt, djarft sviðsverk fyrir ungt fólk sem hefur alist upp með snjallsíma í hendi. Verkið fjallar á nýstárlegan hátt um gapið á milli kynslóða, um kvíða, einmanaleika og hvað er hægt að segja þegar allt hefur þegar verið sagt. Efni verksins verður meðal annars sótt í samtöl við ungt fólk og vinnusmiðjur. Eitt af markmiðum sýningarinnar er að sýna ungu fólki að leikhúsformið sé því viðkomandi með því að nýta frásagnaraðferð og fagurfræði snjallsímans í uppbyggingu leiksýningar. Uppsetningin er sett upp af Konserta í samstarfi við Þjóðleikhúsið. Verkefnið er styrkt af Mennta- og menningarmálaráðuneytinu – Leiklistarráð