Skip to content

Tix.is

ÍD

Event info

Söngleikjadeild Söngskóla Sigurðar Demetz frumsýnir í ár hinn stórskemmtilega og sívinsæla söngleik Shrek á nýja sviði Borgarleikhússins. Hér er á ferðinni skemmtun fyrir alla aldurshópa með grípandi lögum, sprellfjörugu gríni og kraftmiklum dönsum.

Fyrir þau ykkar sem þekkið teiknimyndina er hér á ferðinni stórskemmtilegur Broadway-söngleikur með óteljandi hressum og fallegum lögum með Shrek, Asna, Fíónu prinsessu, vonda kallinum Farquaad og öllum hinum undraverunum; grín og gaman fyrir alla fjölskylduna!

Komið í Borgarleikhúsið og njótið ævintýrisins með okkur!

Athugið að sýningin er um 2 x 70 mínútur fyrir utan hlé.

Höfundar:

Tónlist eftir Jeanine Tesori

Söngtextar og handrit eftir David Lindsay-Abaire

Listrænt teymi:

Leikstjóri: Orri Huginn Ágústsson
Tónlistarstjóri: Ingvar Alfreðsson
Aðstoðartónlistarstjóri: Agnar Már Magnússon
Danshöfundur: Gabriel Marling Rideout
Höfundur (steppdans): Rebecca Hidalgo
Hönnun, förðun og yfirumsjón leikgerva: Elín Hanna Ríkarðsdóttir
Förðun og hugmyndavinna við hönnun leikgerva: Auður Svavarsdóttir
Yfirumsjón m. sviðsmynd, aðstoð v. leikgervahönnun, leikmunagerð:
Máni Emeric Primel
Þýðing söngtexta: Orri Huginn Ágústsson og Þór Breiðfjörð.
Þýðing leiktexta: Orri Huginn Ágústsson
Horft var til eldri þýðingar Agnesar Wild á verkinu
og lauslega byggt á henni að hluta.  
Stjórnandi söngleikjadeildar: Þór Breiðfjörð
Söngkennarar: Jóhanna Vigdís Arnardóttir
og Sigríður Eyrún Friðriksdóttir
Hljóðhönnun/keyrsla: Björgvin Sigvaldason
Ljósahönnun: Jóhann Bjarni Pálmason
Sviðsstjóri: Christopher Astridge

Söngleikjadeild Söngskóla Sigurðar Demetz er sú elsta sinnar tegundar á Íslandi og hefur í rúman áratug komið á fót öflugri menntun fyrir upprennandi söngleikjastjörnur. Nemendur hafa komist inn í virtustu háskóla í leiklist og söngleikjum bæði hér heima og erlendis, þar á meðal í Leiklistardeild, sviðshöfundadeild og skapandi miðlunardeild LHÍ. Skólinn hefur styrkt stöðu söngleikjalistar á Íslandi með alhliða sviðsþjálfun og metnaðarfullri söngkennslu.

Söngskóli Sigurðar Demetz byggir á arfleifð Scala-söngvarans Sigga Demm (Vincenso Maria Demetz) frá Suður-Týról, sem kom til Íslands og hafði djúpstæð áhrif á sönglíf og söngkennslu þjóðarinnar. Óperusöngvarar landsins hafa margir hlotið menntun þaðan, og nú heldur skólinn áfram að útskrifa hæfileikaríka listamenn í söngleikja- og tónlistarleikhúsi.

Miðasala er hafin – tryggið ykkur sæti á þessu ævintýri á Tix.is!

Umsóknir í söngleikjadeild og einsöngsdeild fyrir næsta skólaár eru opnar á www.songskoli.is.

Shrek The Musical er sýnt samkvæmt samningi við Music Theatre International (MTI). Öll sýningarleyfi og efni eru í boði í gegnum MTI. www.mtishows.co.uk


May
January
February
March
April
May
June
July
August
September
October
November
December
2025
1950
1951
1952
1953
1954
1955
1956
1957
1958
1959
1960
1961
1962
1963
1964
1965
1966
1967
1968
1969
1970
1971
1972
1973
1974
1975
1976
1977
1978
1979
1980
1981
1982
1983
1984
1985
1986
1987
1988
1989
1990
1991
1992
1993
1994
1995
1996
1997
1998
1999
2000
2001
2002
2003
2004
2005
2006
2007
2008
2009
2010
2011
2012
2013
2014
2015
2016
2017
2018
2019
2020
2021
2022
2023
2024
2025
2026
2027
2028
2029
2030
2031
2032
2033
2034
2035
2036
2037
2038
2039
2040
2041
2042
2043
2044
2045
2046
2047
2048
2049
2050
MonTueWedThuFriSatSun
28
29
30
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
31
1
12:00 AM
1:00 AM
2:00 AM
3:00 AM
4:00 AM
5:00 AM
6:00 AM
7:00 AM
8:00 AM
9:00 AM
10:00 AM
11:00 AM
12:00 PM
1:00 PM
2:00 PM
3:00 PM
4:00 PM
5:00 PM
6:00 PM
7:00 PM
8:00 PM
9:00 PM
10:00 PM
11:00 PM