Tix.is

Hljómahöll

Event info

Hin frábæra hljómsveit Valdimar heldur tónleika í Stapa í Hljómahöll þann 30. desember. Komin er mikil hefð fyrir þessum tónleikum en þetta verður í fjórða sinn sem þeir félagar stíga á stokk næstsíðasta dag ársins. Hljómsveitin hefur alltaf fyllt Stapann og komast færri að en vilja.

Hljómsveitin Valdimar var stofnuð árið 2009 þegar Valdimar Guðmundsson og Ásgeir Aðalsteinsson byrjuðu að semja lög heima hjá Ásgeiri. Fljótlega varð til 6 manna hljómsveit sem sló óvænt í gegn bæði hjá almenningi og gagnrýnendum. Plötur sveitarinnar eru orðnar þrjár talsins og hafa þær allar notið hylli áheyrenda sem gagnrýnenda.

Tónlistin þeirra byggist upp á mikilli dýnamík allt frá rólegum melódíum, upp í drífandi, orkumikla og epíska kafla þar sem hljómsveitin spilar á fullu blasti. Þetta gerir lifandi flutning þeirra að ógleymanlegri upplifun. Tónlistarstefnu þeirra er best að lýsa sem electro indie blöndu með rætur í Americana tónlist, þó svo aðdáendum finnist það einfaldlega ekki skipta máli að skilgreina tónlist sveitarinnar.