Tix.is

Harpa

Event info

Skítamórall í Eldborg 26.júní !

Fyrstu tónleikarnir í Eldborg fyrir fullum sal eftir Covid stoppið

Strákarnir í Skítamóral hafa engu gleymt og ætla að keyra sumarið ærlega í gang með stórtónleikum í Eldborg!  Umgjörðin verður hin glæsilegasta og engu til sparað við að búa til ógleymanlega kvöldstund sem enginn sannur Skímó aðdáandi má láta fram hjá sér fara.

Hljómsveitin mun leika öll sín bestu og vinsælustu lög og lofar stuði og stemningu eins og þeim einum er lagið.

Eldborgarsalnum verður skipt í þrjú 500 manna hólf, sér salerni og veitingasala fyrir hvert svæði.

Það var fyrir réttum 30 árum sem fjórir 13 ára drengir á Selfossi stofnuðu unglingahljómsveitina Skítamóral. Rétt fyrir aldamótin síðustu komu þeir svo eins og stormsveipur inn í íslenskt tónlistarlíf. Fullir orku og spilagleði slógu þeir rækilega í gegn, þeyttust um landið þvert og endilangt og sendu frá sér hvern smellinn á fætur öðrum.

Hljómsveitina skipa:
Gunnar Ólason, söngur/gítar
Einar Ágúst Víðisson, söngur/gítar/ásláttur
Jóhann Bachmann, trommur
Herbert Viðarsson, bassi
Gunnar Þór Jónsson, gítar
Arngrímur Fannar Haraldsson, gítar.

Upphaflega stóð til að hljómsveitin Skítamórall héldi stórtónleika í Eldborg 9. maí en sökum COVID-19 ástandsins var þeim frestað til 26. júní. Í sárabætur til dyggra aðdáenda hélt hljómsveitin vel heppnaða upphitunartónleika á Eldborgarsviðinu í byrjun apríl sem var sjónvarpað til allra landsmanna. Allir áður keyptir miðar munu gilda áfram.

Þeim miðahöfum sem vilja fylgja tveggja metra viðmiði er bent á að hafa samband við miðasölu Hörpu midasala@harpa.is eða í síma 5285050 sem allra fyrst til að fá úthlutaða nýja miða. Framboð er takmarkað.

Umsjón: Vinir Hallarinnar