Sýningunni hefur verið aflýst
Eftir
frábærar viðtökur verður söngleikurinn We Will Rock You settur á svið í
Hörpu þann 27. febrúar 2020!
Með aðalhlutverk í sýningunni fara: Ragga Gísla, Björn
Jörundur Friðbjörnsson, Kristinn Óli Haraldsson (Króli), Þórhallur Sigurðsson
(Laddi), Katla Njálsdóttir, Berglind Halla Elíasdóttir og Páll Sigurður
Sigurðsson
Söngleikurinn We Will Rock you var frumsýndur árið 2002 á West End og sýndur fyrir fullu húsi til ársins 2014 og sló aðsóknarmet leikhússins Dominion Theatre.
Leikritið, sem samið era f Ben Elton og Queen, hefur verið tilnefnt til Olivier verðlaunanna í Englandi, sem þykir einn mesti heiður í þarlendu leikhúsi. Þá hefur hann einnig verið settur á svið á Broadway í New York, í Ástralíu, Rússlandi, Japan, á Spáni og víðar.
Queen hefur notið gríðarlegra vinsælda síðustu misseri eftir sýningu kvikmyndarinnar Bohemian Rhapsody sem sýnd var hér á landi á síðasta vetri og var meðal annars tilnefnd til Óskarsverðlauna og Golden Globe.
Uppsetning We Will Rock You hér á landi hlaut frábæra dóma þegar hún var frumsýnd síðastliðinn ágúst.
Athugið að um takmarkaðan sýningarfjölda er að ræða og að sýningin fer fram á íslensku.
Mon | Tue | Wed | Thu | Fri | Sat | Sun |
---|---|---|---|---|---|---|
30 | 1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 |
7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 |
14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 |
21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 |
28 | 29 | 30 | 31 | 1 | 2 | 3 |