Tix.is

Harpa

Event info

Leikarinn og uppistandarinn Ari Shaffir hefur boðað komu sína til Íslands í annað sinn og ætlar að skemmta gestum Hörpu með hömlulausri sýningu eins og honum einum er lagið og splunkunýju efni. Uppistandið fer fram föstudaginn 16. nóvember kl. 21 og verður Norðurljósasalnum breytt í flottan uppistandsklúbb þetta kvöld. Ari hefur líkt uppistöndum sínum við brúðusýningar, en mun klúrari og án brúðanna – ljóst er að það mun reyna á hláturtaugar og magavöðva Íslendinga!

Þessi vinsæli grínisti ólst upp í rétttrúnaðargyðingadómi og eyddi tveimur árum í Yeshiva-námi í Ísrael, kom svo aftur til Bandaríkjanna, missti trúna og gerðist uppistandari.  Uppistandsplatan hans, Revenge for the Holocaust, skaust beint í toppsætið á vinsældarlista iTunes árið 2012 á síðan þá hefur “aðeins” fjölgað í verkefnum hjá manninum. Á síðasta ári gaf Ari út tvö uppistönd á NetflixChildren og Adulthood, sem bæði hafa verið gríðarlega vinsæl. Decider.com kallaði þau “stórskemmtilega bíræfin.” Ari hefur ekki aðeins verið áberandi á sviði, heldur hefur slegið rækilega í gegn í sjónvarpi en hann klárað nýverið þrjár seríur af This is Not Happening á Comedy Centralstöðinni og er reglulegur gestur í spjallþáttum á borð við Conan.  Uppstöndin Paid Regular og Passive Aggressive nutu einnig vinsælda á Comedy Central stöðinni. Árið 2016 lék hann á móti Zach GalifianakisGal Gadot og Jon Hamm í kvikmyndinni Keeping Up With the Joneses.

Shaffir heldur svo úti hinum geysivinsæla hlaðvarpsþætti The Skeptic Tank, þar sem hann tekur viðtöl við allt frá foreldrum til grínista og vændiskvenna “til að skilja mannkynið betur og gera prumpubrandara.”. The Skeptic Tank hefur verið með vinsælustu hlaðvörpum síðustu ára og er halað niður um 100.000 sinnum á viku að meðaltali.  Grínarinn er einnig mikill áhugamaður um íþróttir og mætir til Sam Tripoli og Jayson Thibault í hlaðvarpið Punch Drunk Podcast einu sinni í viku til þess að ræða það nýjasta og helsta í íþróttum. The Podcast Tribune kallaði þessi innslög „asískt nudd fyrir alvöru íþróttaunnendur“.

Ari kemur þessa dagana fram á uppseldum sýningum um allan heim og hefur verið einn aðalgrínistinn á mörgum stærstu grínhatíðum veraldar, svo sem Just for Laughs Festival, San Francisco SketchFest, SXSW, the Edinburgh Comedy Festival, The Moontower Comedy og Oddity Festival.

Grínarinn bíður spenntur eftir því að heimsækja klakann aftur og flytja splunkunýtt efni í Norðurljósum Hörpu föstudaginn 16. nóvember.

„Ari er grínsnillingur sem innan skamms, allir munu þekkja!“
– LA Weekly

Umsjón: Sena Live