Skip to content

Tix.is

Harpa

Event info

Kristján Kristjánsson, KK, verður 60 ára þann 26 mars næstkomandi og því blæs hann til hátíðahalda í Eldborgarsal Hörpu þar sem hann lítur yfir farinn veg, með öllum sínum krókaleiðum, óvæntu beygjum og áningarstöðum. KK leikur úrval laga sinna, segir sögur og tekur á móti gestum. Honum til halds og trausts verður úrvalssveit tónlistarmanna skipuð þeim Eyþóri Gunnarssyni og Jóni Ólafssyni á hljómborð og flygil, Guðmundi Péturssyni á gítar, Benedikt Brynleifs á trommur, Bryndísi Höllu Gylfadóttur á selló, Lilju Valdimarsdóttur á franskt horn, Andra Ólafssyni á kontrabassa og Sölva Kristjánssyni á rafbassa.

ORGINAL KK BANDIÐ mætir að sjálfsögðu líka:
Kormákur Geirharðsson á trommur,
Þorleifur Guðjónsson á bassa
& KK á gítar.

Einnig munu Magnús Eiríksson og Ellen Kristjánsdóttir heiðra KK með nærveru sinni.

Verið hjartanlega velkomin á afmælis-tónleika KK í Hörpu.

Umsjón: Dægurflugan ehf