Skip to content

Tix.is

Harpa

Event info

Tíminn líður hratt á gervigreindaröld - Málþing um gervigreind og höfundarétt 

Gervigreind hefur verið í umræðunni um árabil og reglulega berast fregnir af framþróun og aukinni útbreiðslu hennar hvarvetna. Sér í lagi hefur listsköpun verið í kastljósinu undanfarið, eftir því sem tækni hefur fleygt fram og notkun gervigreindar aukist hröðum skrefum á hinum ýmsu sviðum skapandi greina. 

Samhliða þessu hafa eðlilega vaknað áleitnar spurningar, einkum varðandi hagnýtingu og höfundarétt varnings og verka sem til verða með atfylgi eða milligöngu gervigreindar, m.a. með hliðsjón af listaverkum sem notuð eru til „þjálfunar“ gervigreindar. 

Þann 29. september n.k. verður haldið málþing um gervigreind og höfundarétt. Verður þar boðið upp á fyrirlestra og hringborðsumræður með kunnáttufólki á sviðum tækni, fræða, lista og laga. Markmið málþingsins er ekki að tala niður eða hafna gervigreind, heldur að varpa fram spurningum og fræðast um möguleg framtíðaráhrif hennar á skapandi greinar. 

Eftirfarandi samtök og stofnanir standa að málþinginu: STEF, Myndstef, Rithöfundasambandið, Hagþenkir, Blaðamannafélagið, Félag leikstjóra á Íslandi, Samtök kvikmyndaleikstjóra, Félag kvikmyndagerðarmanna, Félag leikskálda og handritshöfunda, Listaháskóli Íslands og Háskólinn á Bifröst. 

Miðasala mun fara fram í gegnum tix.is og hefst fljótlega. Miðaverði verður stillt mjög í hóf; aðeins 2.500 kr. 

Á meðan þingið stendur yfir verður boðið upp á kaffi, te, vatn og bakkelsi. Að þingi loknu verða léttar veitingar í boði. 

Hér má sjá dagskrá þingsins:
https://stef.is/wp-content/uploads/2023/09/Malthing-um-gervigreind-og-hofundarett-29.-sept.-2023-Dagskra.pdf