Skip to content

Tix.is

Harpa

Event info

Todmobile heldur sína árlegu tónleika í Eldborg föstudaginn 9. október næstkomandi en þetta verða fimmtu stórtónleikar Todmobile í Eldborg.

Todmobile réð á vaðið haustið 2011 og fyllti Eldborgarsalinn ein og óstudd. Haustið 2014 klæddi sveitin sig í sparifötin og fyllti Eldborg á ný með tónleikum sem nefndust Todmobile Klassík en þar voru kammersveit og kór með í för. Haustið 2013 var enn blásið til stórtónleika með kammersveit, kór og stórsöngvaranum Jon Anderson úr hljómsveitinni YES og sami “proggbragur” var á tónleikunum í janúar sl. þar sem gítargoðið Steve Hackett úr Genesis bættist í hópinn en þá var einnig haldið norður yfir heiðar og Hofið á Akureyri troðfyllt.

Nú er hins komið að “back to basics” rokk og ról tónleikum. Engin kammersveit, enginn kór og enginn erlendur gestur heldur hyggst sveitin skarta sínu fegursta upp á gamla móðinn og flytja samnefnda plötu sína, meistaraverkið “Todmobile” í heild. Þessi plata fagnar einmitt 25 ára afmæli í ár en hún var nýverið valin ein af 100 bestu plötum Íslandssögunnar í samnefndri bók. Það skal engan undra enda inniheldur þessi eðalgripur alþekkt lög á borð við Pöddulagið, Eldagið, Spiladósalagið, Brúðkaupslagið, Gúggúlu, Draumalagið, Næturlagið og fleiri ópusa sem Todmobile hefur að mestu haldið tryggð við á tónleikaprógrammi sínu í gegnum árin. Til viðbótar telja þau Andrea Gylfadóttir, Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson, Eyþór Ingi Gunnlaugsson, Eiður Arnarsson, Kjartan Valdemarsson, Ólafur Hólm og Alma Rut í allar hinar helstu perlurnar frá upphafi ferilsins til dagsins í dag.

Tónleikarnir fara fram föstudaginn 9. október kl. 20 í Eldborg