Skip to content

Tix.is

gigg.is

Event info

Söngkonan Marína Ósk mætir með gítarinn á þann stað sem óskað er og flytur kærkomin íslensk dægur- og jazzlög. Hugljúf stemmning, annaðhvort hægt að syngja með eða lygna aftur augum og njóta.

Hægt er að velja á milli styttri 15 mínútna heimsóknar (3-4 lög) og lengri 30 mínútna tónleikaheimsóknar (6-8 lög). Hægt er að biðja um óskalög með því að senda tölvupóst fyrirfram eða hringja. Marína sér sjálf um mögnun hljóðs ef þess þarf.

Marína Ósk hefur starfað og komið fram sem söngkona frá 18 ára aldri. Hún hefur m.a. komið fram á Jazzhátíð Reykjavíkur og Oslo Jazzfestival, Hólahátíð og á tónleikum á Norðurlöndunum, Hollandi, Eistlandi og í Grikklandi. Marína hefur gefið út 4 plötur og hlotið fyrir þær tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna 2018 og 2020. Marína Ósk starfar sem jazz- og dægurlagasöngkona en hún flytur einnig eigin tónlist.

Tóndæmi -  https://www.youtube.com/watch?v=YmPie1IWn6k 

marina.osk.thorolfs@gmail.com // s. 847-7910 // www.marinaosmusic.com