Tix.is

Event info

Sumarbúðir Chantelle Carey

Dans og leikhúsnámskeið verða haldin í sérstökum sumarbúðum að Laugarvatni í sumar.
Um er að ræða 2 námskeið frá 19-25 Júlí og 25-31 júlí

Námskeiðin eru krefjandi en skemmtileg á sama tíma.
Námskeiðin eru fyrir ungmenni á aldrinum 10-20 og verður þeim skipt í hópa eftir aldri og getu.

Leiðbeinendur á námskeiðinu eru íslenskir og erlendir fagaðilar úr heimi dans og leikhhúss.

Kennt er frá því því snemma um morgun og framundir kvöldverð, kennslunni er svo blandað við frjálsan tíma, sundferðir og kvöldvökur.

Gist verður í hinu gullfallega gistiheimi Héraðsskólans á Laugarvatni í uppábúnum rúmum og kojum. Þátttakendur fá morgunverð, hádegisverð og kvöldverð.

Síðasta dag námskeiðisins munu þátttakendur halda litla sýningu þar sem foreldrum og vinum gefst tækifæri á að sjá afrakstur námskeiðsins.

Skráning á námskeiðin hefst miðvikudaginn 13 Maí kl 10.00 á tix.is, verðið er 96.000 kr