Tix.is

Event info

Anna María Björnsdóttir verður með sólótónleika þriðjudagskvöldið 19. maí kl 20:00 í Kornhlöðunni. Hún verður ein við píanóið og flytur lög af plötunni “Hver stund með þér”. Lögin samdi hún við ástarljóð sem afi hennar, Ólafur Björn Guðmundsson orti til ömmu hennar, Elínar Maríusdóttur, yfir þeirra ævi saman. Nú í janúar var heimildarmyndin "Hver stund með þér" sýnd á RÚV við góðar viðtökur en myndina gerði hún ásamt fleirum um verkefnið, ástarljóðin, ástina og hjónabandið. Á tónleikunum mun hún einnig spila eldra og nýrra efni eftir hana sjálfa. 

Anna María er söng- og tónlistarkona sem flutti nýverið til Íslands eftir 10 ára búsetu í Danmörku. Hún söng lengi í Norrænu spunasönghljómsveitinni IKI, gaf út tvær plötur með þeim. Önnur þeirra vann Dönsku tónlistarverðlaunin árið 2011. Anna María gaf einnig út sólóplötuna “Saknað fornaldar” árið 2012. Hún samdi tónlistina á þeirri plötu við gömul íslensk ljóð. 

www.annamaria.is

Facebook

Spotify