Tix.is

Event info

Það verður sannkölluð handboltahátíð í Laugardalshöll dagana 4. – 8. mars.

Þá verður leikið til úrslita í Bikarkeppni HSÍ - Coca Cola Bikarnum.

Á miðvikudeginum 4. mars munu kvennaliðin mætast í undanúrslitum.
Kl. 18.00 – KA/Þór - Haukar
Kl. 20.30 – Valur - Fram

Á fimmtudeginum 5. mars leika svo karlaliðin sína undanúrslitaleiki.
Kl. 18.00 – ÍBV - Haukar
Kl. 20.30 – Afturelding - Sjarnan

Laugardagurinn 7. mars verður svo aðalhátíðin þar sem úrslitaleikir kvenna og karla verða leiknir.
Kl. 13.30 Úrslitaleikur kvenna.
Kl. 16.00 Úrslitaleikur karla.

Á föstudeginum 6. mars verða svo úrslitaleikir í 3.flokki karla og kvenna og á sunnudeginum 8. mars verður leikið til úrslita 4. flokki karla og kvenna og hefst sú hátíð kl 12:00. Umgjörðin verður ekki síðri en hjá meistaraflokkum og má búast við flottum tilþrifum hjá handboltastjörnum framtíðarinnar.