Tix.is

Event info

Hótel Grímsborgir bjóða með stolti til fimm stjörnu Bee Gees sýningar undir stjórn Gunnars Þórðarssonar.
Lagt er upp í sýninguna með þekktustu lög Bee Gees þar sem flestir geta sungið með. Með sýningunni er boðið upp á þriggja rétta máltíð þar sem gestir velja af veislumatseðli matreiðslumeistarans: Forrétt, aðalrétt og eftirrétti af eftirréttahlaðborðinu. Einnig er hægt að sérsníða hópmatseðla að óskum.

Bee Gees sýning og 3ja rétta kvöldverður aðeins 12.900 kr. á mann án gistingar.
Bee Gees sýning, 3ja rétta kvöldverður, gisting og morgunverður aðeins 29.950 kr. á mann m.v. tvo í 25 m2 Superior
herbergi.

Umhverfið og Hótel Grímsborgir

Hótel Grímsborgir er fyrsta vottaða 5 stjörnu hótelið á Íslandi og býður upp á gistingu, veitingar og þjónustu fyrir allt að 240 gesti. Hótelið er staðsett í Grímsnesi við Gullna Hringinn í kjarri vöxnu landi á bökkum Sogsins með fagra fjallasýn allt um kring. Einstaklega friðsæll staður en samt aðeins 45 mín akstur frá Reykjavík. 

Eigendur og gestgjafar Hótel Grímsborga eru hjónin Ólafur Laufdal og Kristín Ketilsdóttir og búa þau yfir áratugalangri reynslu í hótel- og veitingageiranum. Ásamt þeim er starfslið hótelsins öflugur hópur sem hefur að markmiði að veita viðskiptavinum framúrskarandi þjónustu. 

Söngur og raddir:
Gunnar Þórðarson
Kristján Gíslason
Alma Rut
Íris Hólm
Ívar Daníels
Birgir Jóhann Birgisson