Tix.is

Event info

Örvar Kristjánsson var einn ástsælasti harmónikkuleikari þjóðarinnar. Á sextíu ára ferli gaf hann út þrettán hljómplötur sem áttu miklum vinsældum að fagna. Á tónleikum í Salnum í Kópavogi 22.október næstkomandi verða þekktustu lög Örvars leikin og sungin. Ekki missa af þessum einstaka viðburði.

Söngur:
Grétar Örvarsson
Þórhildur Örvarsdóttir
Karl Örvarsson

Harmónikka:
Jón Þorsteinn Reynisson

Hljómsveit:
Grétar Örvarsson: Hljómsveitarstjórn/Hljómborð
Sigfús Óttarsson: Trommur
Eiður Arnarsson: Bassi
Pétur Valgarð Pétursson: Gítar

Gestir:
Grímur Sigurðsson bassaleikari
Kristján Guðmundsson píanóleikari
 
Hljóðvinnsla: Berharð Már Sveinsson

Umsjón:
Grétar Örvarsson

Stutt æviágrip:
Örvar Kristjánsson var fæddur 8. apríl 1937 og var Hornfirðingur í húð og hár. Strax sex ára gamall fór hann að prófa sig áfram á harmónikku eldri bróður síns. Fermingarpeninga sína notaði Örvar til að kaupa sér splunkunýja harmónikku og svo fór að hann spilaði á sínum fyrsta dansleik á Höfn á fermingardaginn sinn. Upp úr því fór hann að leika á sveitaböllum. Örvar varð fljótt vinsæll harmónikkuleikari. Hann gaf út þrettán hljómplötur á tónlistarferli sínum sem spann rúm sextíu ár. Örvar spilaði ekki eingöngu á harmónikkuna, heldur söng hann jafnframt og samdi eigin lög. Plöturnar hans seldust vel og lögin urðu vinsæl. Má þar nefna lög eins og Siglt í norður, Síðasti dans, Komdu inn í kofann minn, Fram í heiðanna ró, Hlín Rósalín og Húmar að kveldi. Allra vinsælasta lag Örvars að öðrum ólöstuðum var þó Sunnanvindur. Örvar lést 7. apríl 2014. Þessir tónleikar eru haldnir til að minnast Örvars og hans framlags til íslenskrar tónlistarsögu.