Tix.is

Event info

Íslenska karlalandsliðið í körfuknattleik leikur sinn fyrsta heimaleiki í forkeppni að undankeppni HM 2023 en þá mæta strákarnir okkar liði Slóvakíu í Laugardalshöllinni, sunnudaginn 23. febrúar kl. 20:00.

Þetta verður annar leikur liðsins í keppninni en liðið hefur leik á útivelli gegn Kosovó þann 20. febrúar. Með liðunum leikur einnig í riðlinum lið Lúxemborgar. Leikurinn gegn Slóvakíu er mjög mikilvægur leikur upp á upphafið í undankeppninni en tvö efstu liðin í riðlinum, þegar þau hafa leikið heima og að heiman, fara áfram í sjálfa undankeppnina fyrir HM 2023 sem hefst sumarið 2021.

KKÍ hvetur alla körfuknattleiksaðdáendur til að fjölmenna og styðja liðið til sigurs í heimaleikjunum tveim en það hefur marg oft sýnt sig að góður stuðningur gerir gæfumuninn!

Sjáumst í Laugardalshöllinni í febrúar!