Tix.is

Event info

Uppselt var á tónleika Dúó Freyju í Hannesarholti á Myrkum Músíkdögum síðastliðinn fimmtudag, er þær heimsfrumfluttu dúetta fyrir fiðlu og víólu eftir sex íslenskar konur í Hannesarholti. Þær endurtaka leikinn í Hljóðbergi Hannesarholts laugardaginn 1.febrúar kl.14.

Dúó Freyju skipa þær Rannveig Marta Sarc, fiðluleikari og Svava Bernharðsdóttir, víóluleikari. Á tónleikunum flytja þær dúetta eftir Misti Þorkelsdóttur, Elínu Gunnlaugsdóttur, Ingibjörgu Ýr Skarphéðinsdóttur, Báru Grímsdóttur, Hildigunni Rúnarsdóttur og Maríu Huld Markan Sigfúsdóttur, sem frumfluttir voru fimmtudaginn 30.janúar sl.

Báðar stunduðu þær nám við Juilliard skólann í New York og eru mæðgur. Þær hafa verið ötulir flytjendur samtímatónlistar en spila einnig mikið kammertónlist svo og forntónlist á upprunahljóðfæri. Svava er fastráðin við Sinfóníuhljómsveit Íslands. Hún hefur gefið út tvo geisladiska, sá seinni Svaviola II er með íslenskum verkum fyrir víólu og píanó. Rannveig Marta hefur unnið til fjölda verðlauna og spilað sem einleikari með hljómsveitum.