Tix.is

Event info

Þrír pabbar í fæðingaorlofi ætla að taka sér pásu frá bleyjuskiptum og halda uppistand.

Andri Ívarsson hefur fengist við uppistand í um fimm ár og er þekktur fyrir það að blanda Tónlist í uppistandið sitt. Hann hefur komið fram meðal annars með Hugleik Dagssyni, Mið-Íslands hópnum og Stefáni Jakobssyni Dimmusöngvara.

Teddi LeBig er 42 ára sveimhugi sem á 4 börn. Hann gengur með þá hugmynd í kollinum að prufa sig sem uppistandari en sú meðganga er orðin ansi löng en vonandi sér fyrir endann á henni fljótlega. Teddi hefur alltaf verið meira fyrir það að hugsa en að framkvæma og því stígur hann ekki oft á svið og þess vegna er um að gera að mæta og njóta.

Eyþór Bjarnason er svo síðastur þetta er hans fyrsta uppistand. Hann er 4 barna faðir sem býr í Dúfnahólum og ekur um á strumpastrætó, líf hans er brandari. Þetta er hans fyrsta uppistand og það veit enginn hver hann er. Hann lék burðarhlutverk í Bolvísku myndinni Slay Masters og áttir stórleik í Eden síðasta sumar(kom sterkur inn í 2 sek). Þar með eru afrek hans upptalinn.