Tix.is

Event info

Sýningin Djákninn á Myrká, sagan sem aldrei var sögð var frumsýnd í Samkomuhúsinu á Akureyri í maí 2019.

,,Við erum stödd í gamla daga, nánar tiltekið fyrir löngu síðan.” 

Vegna fjölda áskorana var þessi sprenghlægilega og farsakennda meðhöndlun á þekktustu draugasögu Íslandssögunnar sýnd í Tjarnarbíói nýliðið vor en það var vart búið að frumsýna þegar Covid lokaði öllu og fresta þurfti frekari sýningum. Nú er loks búið að ákveða nýjan sýningardag og geta spaugþyrstir landsmenn því rokið af stað og keypt sér miða.

Leikararnir Jóhann og Birna draga fram hverja pórsónuna á fætur annari, lesa á milli línanna og skálda í eyðurnar.

Hér er á ferðinni hryllilegt gamanverk sem fær áhorfendur til að veltast um af hlátri.

Grínsumar í Tjarnarbíói