Tix.is

Event info

Vegna mikillar eftirspurnar snúa aftur hinir frábæru ELVIS tónleikar sem gengu fyrir fullu húsi nokkrar helgar í röð í Salnum árið 2010. Nú 10 árum síðar kemur hópur listamanna saman með Friðrik Ómar í fararbroddi og flytur öll bestu lög ELVIS PRESLEY á frábærri skemmtun. Hver man ekki eftir lögum eins og ALL SHOOK UP, ALWAYS ON MY MIND, TEDDY BEAR, SUSPICIOUS MINDS, BURNING LOVE, CAN'T HELP FALLING IN LOVE og fl.
Tónleikarnir voru á sínum tíma gefnir út á mynddiski sem seldist upp með öllu og er hvergi fáanlegur. Það er því  einstakt tækifæri að hlýða á þessa tónlist í frábærum flutningi á sviðinu okkar í Salnum. Ath. Aðeins þessir einu tónleikar!

Söngur:
Friðrik Ómar

Hljómsveit:
Karl Olgeirsson píanó, hammond orgel
Jóhann Hjörleifsson trommur
Róbert Þórhallsson bassi
Stefán Magnússon gítar
Einar Þór Jóhannsson gítar og raddir
Pétur Örn Guðmundsson raddir
Heiða Ólafsdóttir raddir

Hljóð: Haffi Tempó
Ljós: Haukur Henriksen

Myndskeið frá tónleikunum árið 2010:

ALWAYS ON MY MIND:

IN THE GHETTO:

Forsala miða á facebook síðu Rigg viðburða er 5. febrúar kl. 13:00-16:00:

https://www.facebook.com/riggvidburdir/ 

Almenn miðasala hefst 6. febrúar kl. 13:00 á salurinn.is og tix.is

Miðaverð 8900/6490