Tix.is

  • Sep 10th 8:00 PM
  • Sep 11th 9:00 PM
  • Sep 12th 10:00 PM
Ticket price:9.900 - 11.900 kr.
Event info

AFMÆLISTÓNLEIKUNUM HEFUR VERIÐ FRESTAÐ FRAM TIL 10., 11. OG 12. SEPTEMBER. 

Páll Óskar:
"Ég og RIGG-viðburðir höfum tekið þá ákvörðun að fresta afmælistónleikunum mínum fram á haust. Ástæðan er auðvitað COVID-19 kórónavírusinn. Við viljum ekki stefna áhorfendum í aðstæður sem gætu reynst þeim sjálfum, eða þeirra nánustu, hættulegar eða skaðlegar.
Að vinna svona risatónleika í miðri óvissu um samkomubann er óbærilegt.
Þetta eru gleði-tónleikar og ég vil frekar telja í þegar hættan er liðin hjá. Þá verður líka helmingi meira gaman og rík ástæða til að fagna.
Með fyrirfram þökk fyrir þessar fallegu og góðu mótttökur, skilninginn og þolinmæðina."

PÁLL ÓSKAR FIMMTÍU ÁRA

Fæddur 16.03.1970

Skærasta poppstjarna Íslands fagnar fimmtugsafmæli sínu með stórtónleikum í Háskólabíói 13. og 14. mars 2020. Ferill Páls Óskars er án hliðstæðu hér á landi. Hann hefur verið í framlínu íslenskra söngvara um áratuga skeið eða síðan hann tók þátt í Söngvakeppni framhaldsskólanna árið 1990.

"Ég get ekki beðið eftir að standa á sviði með 17 manna hljómsveit og fara yfir lífið mitt á þessum tímamótum, skoða aftur sólóplöturnar og flytja mín uppáhalds lög. Sum þeirra hef ég ekki sungið í 25 ár, til dæmis allar ballöðurnar sem ég get ekki tekið á böllum. Þeir sem hafa fylgst með mér frá upphafi eiga eftir að bilast og hinir uppgötva vonandi eitthvað nýtt. Svo verða auðvitað öll helstu stuðlögin þarna líka," segir Páll Óskar sem hefur sjaldan verið jafn spenntur að telja í tónleika.

Stórhljómsveit Rigg viðburða mun leika undir af mikilli festu undir styrkri stjórn Ingvars Alfreðssonar sem einnig útsetur öll lögin af þessu sérstaka tilefni.

Framleiðandi: Rigg viðburðir

Fimmtudagurinn 10. september kl. 20
Föstudagurinn 11. september kl. 21
Laugardagurinn 12. september kl. 22

Sjá mynd af sal hér