Tix.is

Event info

Björgvin Þ. Valdimarsson tónskáld, tónlistarkennari og kórstjóri leiðir söngstundina í klukkustund, sunnudaginn 29. mars kl. 14.00. Björgvin er hokinn af reynslu og tónlist hans er eftirlæti margra kóra, eins og lögin hans hjartkæru Undir dalanna sól og Mamma. Lagavalið er fjölbreytt eins og vant er og textar birtast á tjaldi svo að allir geti tekið undir.

Íslendingar hafa löngum ræktað sönghefðina á mannamótum og í rútubílum. Hannesarholt vill leggja sitt af mörkum til að hlúa að sönghefðinni og bjóða uppá samsöng fyrir alla, unga sem aldna, Íslendinga sem aðflutta, undir stjórn kunnáttufólks. Frítt fyrir börn í fylgd með fullorðnum, sem greiða 1000 króna aðgangseyri.

Veitingahúsið í Hannesarholti er opið þennan dag frá kl.11.30-17.