Tix.is

Event info

KÖLD Tónlistarhátíð er glæný hátíð sem bætist í glæsilega hátíðarflóru Austurlands. Hátíðin verður haldin árlega í febrúar og mun skarta okkar allra besta tónlistarfólki.

KÖLD í samstarfi við Tónlistarmiðstöð Austurlands mun árlega heiðra austfirskan tónlistarmann fyrir framlag sitt til tónlistar á Austurlandi.

Neskaupstaður mun iða af gleði og hamingju dagana 20. - 23. febrúar enda dagskráin glæsileg.

Takmarkað framboð er af hátíðarpassa sem gilda á alla hátíðina svo ekki bíða til morguns með að tryggja þér miða á frábæru verði!

- 18 ára aldurstakmark!

20.feb - KK

KK er einn af okkar dáðustu tónlistarmönnum. Hann á tónlist sem er nú þegar orðin ódauðleg. Þegar frábær tónlist blandast saman við skemmtilegar sögur þá veistu að þú átt í vændum ógleymanlegt kvöld

21.feb - Söngbók Guðmundar R. (Heiðurslistamaður 2020)

Árlega mun KÖLD í samstarfi við Tónlistarmiðstöð Austurlands heiðra austfirskann tónlistarmann. Í ár heiðrum við Guðmund R en hann gefur út sína þriðju sólóplötu og verður fimmtugur 19. febrúar. Á tónleikunum koma fram ýmsir listamenn og leika tónlistina sem Guðmundur hefur sungið í gegnum árin bæði í nýjum og gömlum búningi. Tónlistarstjóri er Þorlákur Ægir Ágústsson.

22.feb - Auður

Geggjaður tónlistarmaður með geggjaða hljómsveit sem er ein sú flottasta á tónleikum í dag og það er ekki að ástæðulausu að Auður er vinsælasti tónlistarmaður landsins í dag. Alls ekki missa af þessum tónleikum sama hvað!

23.feb - Magnús og Jóhann - Norðfjarðarkirkja kl 16

Magnús og Jóhann eru lifandi goðsagnir í íslenskri tónlistarsögu. Eftir þá félaga liggur gríðarlegt magn af frábærum lögum eins og Ást, Söknuður, Dag sem dimma nátt, Yakety Yak, Þú átt mig ein, Ísland er land þitt, Álfar og svo mætti telja nánast endalaust. Einstakt tækifæri á að hlusta á tvo bestu lagahöfunda landsins.