Tix.is

Event info

Hvar stoppa ferðamenn?

-         Morgunverðarfundur Vegagerðarinnar 29. janúar 2020

Vegagerðin býður til morgunverðarfundar um ferðamenn og áningarstaði á þjóðvegum á Grand hótel miðvikudaginn 29. janúar 2020.

Beint streymi verður af fundinum á facebooksíðu Vegagerðarinnar.

 

Fjölgun ferðamanna síðasta áratug hefur verið fordæmalaus. Álagið hefur aukist á innviði landsins, ekki síst vegakerfið sem hefur þurft að anna mun meiri umferð en ráð var fyrir gert. Áskoranir eru margar, til dæmis þarf að fjölga áningarstöðum við þjóðvegi, bæði til að auka þjónustu við ferðamenn og ekki síst til að auka öryggi vegfarenda.  

Ferðamenn á þjóðvegum og áningarstaðir verða til umfjöllunar á morgunverðarfundi Vegagerðarinnar í Hvammi á Grand Hótel Reykjavík, miðvikudaginn 29. janúar klukkan 8.30 til 10. Allir eru velkomnir. Skráningagjald er 2.500 krónur en innifalið er glæsilegt morgunverðarhlaðborð frá klukkan 8 til 8.30. Skráning fer fram á tix.is.

Fyrirlestrar

Erlendir ferðamenn á bílaleigubílum og hringvegurinn 2010-2018
Rögnvaldur Guðmundsson, framkvæmdastjóri hjá Rannsóknum og ráðgjöf ferðaþjónustunnar (RRF), kynnir niðurstöður rannsókna RRF á þróun umferðar erlendra ferðamanna á bílaleigubílum á tíu stöðum við hringveginn á tímabilinu 2010 til 2018.  

Áningarstaðir Vegagerðarinnar

Einar Pálsson forstöðumaður þjónustudeildar Vegagerðarinnar fjallar um áningarstaði Vegagerðarinnar, fjölda þeirra, aðstöðu, upplýsingaskilti og áskoranir vegna aukins fjölda ferðamanna. 

Hvar stoppa ferðamenn?

Sóley Jónasdóttir verkefnastjóri á hönnunardeild Vegagerðarinnar segir frá verkefni þar sem kortlagðir voru staðir á og við Hringveginn þar sem ferðamenn stoppa til myndatöku. 

Af hverju Norðurstrandaleið?

Björn H. Reynisson verkefnastjóri hjá Markaðsstofu Norðurlands fjallar um hina nýju Norðurstrandaleið, tilurð hennar, árangur og framtíðarsýn.

 

Fundarstjóri

G. Pétur Matthíasson upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar