Tix.is

Event info

Anna María Björnsdóttir samdi tónlist við ástarljóð sem afi hennar, Ólafur Björn Guðmundsson, orti til ömmu hennar, Elínar Maríusdóttur, yfir 60 ára tímabil. Tónlistina er að finna á plötunni “Hver stund með þér”. Tónleikarnir eru haldnir í tilefni þess að heimildarmynd um ástarljóðin og verkefnið verður frumsýnd í sjónvarpinu þann 15.janúar kl 20:20 á RÚV. Myndin var sýnd á RIFF árið 2015.

“Ég samdi þessi ljóð eftir að amma og afi voru bæði látin. Enginn vissi af þessum ljóðum fyrr en þau voru bæði komin á gamals aldur. Ljóðin fela í sér fallegan boðskap um ást sem getur vaxið og dafnað í heila mannsævi”.

Á tónleikunum verður tónlistin af plötunni flutt auk þess sem sýnd verða brot úr heimildarmyndinni.

Facebook 
Spotify
Annamaria.is

Hljómsveitina skipa:

Anna María Björnsdóttir söngur og píanó
Andri Ólafsson bassi og söngur
Magnús Trygvason Eliassen trommur
Gunnar Jónsson gítar og söngur
Grímur Helgason klarinett
Margrét Arnardóttir harmonikka
Unnur Jónsdóttir selló
Björn Már Ólafsson sög
Jesper Pedersen söngur

Anna María er söng og tónlistarkona sem flutti nýverið til Íslands eftir 10 ára búsetu í Danmörku. Hún söng lengi í Norrænu spunasönghljómsveitinni IKI, gaf út tvær plötur með þeim. Önnur þeirra vann Dönsku tónlistarverðlaunin árið 2011. Anna María gaf einnig út sólóplötuna “Saknað fornaldar” árið 2012. Hún samdi tónlistina á þeirri plötu við gömul íslensk ljóð.