Tix.is

  • Sep 24th 8:00 PM
  • Sep 24th 8:00 PM
Ticket price:6.990 - 11.990 kr.
Event info

RIFF – Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík – er einn stærsti og fjölbreyttasti menningarviðburður á Íslandi. Í ellefu daga á hverju hausti flykkjast Íslendingar í bíó til að sjá það besta og ferskasta í alþjóðlegri kvikmyndagerð. Enn fremur býðst gestum að spjalla við leikstjóra um verk sín, sækja málþing og fyrirlestra, tónleika og listasýningar, og að sjá kvikmyndir við óhefðbundin skilyrði – í sundi, í helli eða í stofunni hjá þekktum kvikmyndagerðarmanni! 

Hátíðin verður haldin í 17. sinn þann 24. september – 4. október 2020.

RIFF býður nú gjafabréf fyrir passa á hátíðina og klippikort á 30% hátíðarafslætti. Gjafabréfin eru tilvalin gjöf fyrir list-og kvikmyndaunnendur.

Klippikortið gildir á átta venjulegar kvikmyndasýningar að eigin vali og það má deila því með öðrum.
Hátíðarpassi gildir á allar sýningar hátíðarinnar.