Tix.is

Event info

Íslandsmeistarakeppnin í Uppistandi verður haldin í Háskólabíó fimmtudagskvöldið 27. febrúar næst komandi. Það er í fyrsta sinn sem keppnin er haldin. Verðlaunin eru ekki að verri endanum því ekki bara verður viðkomandi krýndur íslandsmeistari í uppistandi 2020 heldur mun sigurvegarinn rölta af sviðinu með 500.000,- í íslenskum krónum ásamt fleiru og þá verður annað og þriðja sætið einnig verðlaunað.

Það eru þau Kjartan Atli Kjartansson fjölmiðlamaður og Júlíana Sara Gunnarsdóttir leikkona og handritshöfundur sem verða kynnar keppninnar og gestgjafar. Sérstakur gestur kvöldsins verður Sveppi og ekki er ólíklegt að fleiri bætist í þann hóp áður en að keppninni kemur. Það er þó allavega ljóst að þar er ekki slegið slöku við.

Dómnefndin er skipuð sannkölluðu afreksfólki úr afþreyingageiranum og ljóst þegar litið er yfir hana að framleiðendurnir eru að hugsa um að koma keppendunum fram fyrir áhrifa fólk sem gæti haft áhrifa á frama keppenda strax á fyrsta kvöldi. Í Dómefndinni eru goðsögnin Edda Björgvinsdóttir, Logi Bergman Eiðsson fjölmiðlastjarna, Kristín Vala Eiríksdóttir leikona ársins og framleiðandi, “Hraðfrétta” Fannar Sveinsson, Guðmundur “Gummi Ben” Benediktsson sjónvarpsmaður, Pálmi Guðmunds sjónvarpsstjóri hjá Símanum og Steinunn Camilla Slgurðardóttir hjá umboðsskrifstofunni Iceland Sync. Þessir sjö aðilar munu vega mjög þungt í valinu en áhorfendur í sal munu einnig hafa vægi.

Kjartan er þaulvanur kynnir og umsjónarmaður í keppnum og nægir þar að nefna að hann stýrir Dominos deildinni á Stöð 2 Sport og Meistaradeilds Evrópu. Júlíana Sara Gunnarsdóttir er ein skærasta stjarna landsins í dag. Önnur sería af þættinum “Venjulegt fólk” sem hún skrifar og leikur í ásamt félögum sínum sló öll með hjá Símanum


"Þarna erum við eiginlega bara að tala um hæfileika fólk sem orðið hefur frægt á síðustu árum og svo hafa nokkrir karaktera alveg sprungið út í gegnum samfélagsmiðlana, samanber Hjálmar Örn Jóhannsson sem varð frægur fyrir svona innstungur eins og Hvítvínskonuna á Snapchat en hann virðist ætla að verða fyrsti skemmtikrafturinn í heiminum sem lifir af samfélagsmiðilinn sem hann varð frægur á” bætir Kjartan Atli við.

Facebook síða hefur verið stofnuð í kringum viðburðinn en skráning mun hefjast í byrjun janúar en átta keppendur munu verða valdir úr þeim sem skrá sig til leiks eftir ákveðna forvinnu. Þar verður auðvitað hægt að fylgjast með öllum undirbúningi og aðdraganda keppninar. En einn þessara átta keppenda mun hreppa nafnbótina “Íslandsmeistari í Uppistandi” og labba af sviðinu með nýjan starfsvettvang og 500.000,- krónur sem start