Tix.is

Event info

Árið er 2020. Það er framtíðin þar sem við áttum von á fljúgandi bílum, borgum á hafsbotni og nýlendu á Mars. En þar sem það er ekki alveg komið og á meðan þú bíður, þá ætla strákarnir í Dúndurfréttum að spila klassíska rokktónlist úr fortíðinni. 

Pink Floyd, Led Zeppelin, Deep purple, Uriah Heep, Kansas, Queen, Bítlarnir og meira og fleira. 

Fagnaðu nýju ári og komdu með í tímaferðalag um lendur tónlistarinnar í Bæjarbíói 24.janúar næstkomandi með hljómsveitinni Dúndurfréttum sem sérhæfa sig í að veita ógleymanlegt kvöld óháð tíma og rúmi. Við teljum niður dagana í flugtak rokksins. 10…9…8…7…6…5…4…3…2…o.s.frv