Tix.is

Event info

Í fyrsta sinn verða allar sálumessur Mozart, Verdi og Puccinni fluttar á Íslandi af Óperukórnum í Reykjavík ásamt
sinfóníuhljómsveit undir stjórn Garðars Cortes.

Sálumessur Verdi og Puccini verða fluttar kl 19:30 í Norðurljósasal Hörpu 3. desember.
Að venju flytur Óperukórinn í Reykjavík Mozart á miðnætti á dánarstundu Mozarts 4. desember - “upp úr miðnætti
aðfaranætur 5. des” í Langholtskirkju.

Miðaverð:
Langholtskirkja 5.800 kr.
Norðurljós Hörpu 6.800 kr.
Báðir tónleikar 11.500 kr.

W.A. Mozart Requiem
Einsöngvarar í Mozart Requiem:
Nanna María Cortes - sópran
Sigríður Ósk Kristjánsdóttir - mezzósópran
Garðar Thór Cortes - tenór
Aron Axel Cortes - bassi

Stjórnandi: Garðar Cortes

Tónleikarnir eru haldnir í minningu Mozarts og til minningar um íslenska tónlistarmenn sem létust á árinu sem leið.

G. Verdi og G. Puccini
Einsöngvarar í Verdi Requiem:
Þóra Einarsdóttir - sópran
Sesselja Kristjánsdóttir - mezzósópran
Gissur Páll Gissurarson - tenór
Kristinn Sigmundsson - bassi

Stjórnandi: Garðar Cortes

Tónleikarnir eru haldnir í minningu Axels Cortes (f. 1914.- d. 1969).