Tix.is

Event info

Misbrigði V
Tískusýning
Verkefnið Misbrigði er unnið af nemendum í fatahönnun á 2. ári við Listaháskóla Íslands í samstarfi við Fatasöfnun Rauða kross Íslands. Rannsakaðar eru leiðir til að skapa nýjan fatnað úr ósöluhæfum flíkum með þekkingu og aðferðafræði hönnunar. Sjónum er beint að tísku á Íslandi í tengslum við sjálfbærni.
Ljóst er að endurvinnsla mun spila veigamikið hlutverk í framtíðinni. Það að draga þurfi úr framleiðslu og breyta aðferðum þarf hinsvegar ekki að koma niður á sköpunargleðinni. Þvert á móti munum við hafa enn meiri þörf fyrir sköpun og þekkingu. Óhófleg neyslumenning og stuttur líftími textíls gerir tísku- og textíliðnaðinn mjög óumhverfisvænan. Þessu má breyta meðal annars með því að glæða gömul klæði og efni nýju lífi og vinna með þau á skapandi hátt.

Nemendurnir sem sýna í ár eru níu:
Berglind Ósk Hlynsdóttir
Emilíana Birta Hjartardóttir
Gerða Jóna Ólafsdóttir
Guðmundur Magnússon
Julia Alexandra Binder
Karen Thuy Duong Andradóttir
Margrét Rún Styrmisdóttir
Saga Sif Gísladóttir
Valbjörg Rúna Björgvinsdóttir

Tískusýningin verður 9. nóvember í svarta kassanum sem er leikhúsrými Listaháskóla Íslands Laugarnesvegi 91, gengið er inn um listkennsluinngang.
Tískusýningin verður sýnd tvisvar, kl. 18 og kl. 19 og er aðgangur ókeypis.