Serbneski píanóleikarinn Dragana Teparic heldur einleikstónleika í Hljóðbergi Hannesarholts miðvikudaginn 8.janúar 2020 kl.20.
Teparic er af mikilli tónlistarfjölskyldu komin en fimm fjölskyldumeðlimir hennar eru tónlistarfólk. Hún lauk mastersnámi í tónlistarháskólanum í Belgrad og hef síðan haldið einleikstónleika víða um heim og fengið fjölda viðurkenninga fyrir leik sinn. Hún fékk t.d. verðlaun úr Stanojlo Rajicic -sjóðnum fyrir bestu einleikstónleika tónleikaársins 2016-17. Gagnrýnendur hafa sérstaklega borið lof á kröftugan og tilfinningaríkan flutning hennar á erfiðum verkum eftir tónskáld eins og Liszt og Rachmaninoff.
Á tónleikunum í Hannesarholti mun Teparic flytja eftirfarandi verk:
Sónötu í d-moll L108 eftir Scarlatti
Sónötu í d-moll K141 eftir Scarlatti
Dumka eftir Tchaikovsky
Danssvítu eftir serbneska tónskáldið Ivan Jevtic
Etíðu í e-moll op. 39 br 5 eftir Rachmaninoff
Sónötu í h-moll eftir Liszt
Miðaverð 3.500. Nemar greiða 2.500.