Tix.is

Event info

Laugardaginn 16. nóvember verður Þakkargjörðarhátíð Félags Fulbright styrkþega haldin í veislusal Garðyrkjufélags Íslands að Síðumúla 1 í Reykjavík.  

Innifalið í miðaverði:
Fordrykkur (hefst 18:30)
3ja rétta hefðbundin þakkargjörðarveisla með öllu (hefst 19:00)
Einn miði í happadrætti FFSÍ 

Happadrættismiðar verða einnig til sölu á staðnum sem hluti af fjáröfluninni. Hátíðin er þekkt fyrir einstaklega glæsilega vinninga og munum við tilkynna þá á næstunni.  

Eins og ávalt eru vinningar í happadrættinu ekki af verri endanum, en í ár verða meðal annars vinningar frá: Glacier Adentures, IceGuide, Bláa Lóninu, Sumac, Ottó mat og drykk, Milk Factory Guesthouse, Hlyni Pálmasyni, Íshestum, Hinu íslenska bókmenntafélagi, Mundo, Sjóböðunum á Húsavík, Fly over Iceland, Húsavík Adventures, Emily & the Cool Kids, Icelandair Hotel Marina, SS, Toro, Nathan & Olsen, Mótettukór Hallgrímskirkju, Ölgerðinni, Mílanó og Eldhestum.

Ræðumenn kvöldsins:

Jeffrey Ross Gunter, Sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, Umhverfis og auðlindaráðherra, og fyrrverandi formaður FFSÍ

 

Allur ágóði rennur til Fulbrightstyrkja fyrir íslenska námsmenn.  

Þar sem drykkir eru ekki seldir á staðnum er gestum boðið að hafa drykki meðferðis.  

Athugið að í fyrra seldust miðar upp, þannig að við hvetjum fólk til að kaupa miða sem fyrst!

Öll velkomin, óháð tengslum við Fulbright og/eða Bandaríkin.