Tix.is

Event info

Á þessum morgunverðarfundi mun Jack Allen, markaðsstjóri Tottenham, segja frá stafrænni vegferð Tottenham á miklum breytingartímum í sögu þess, viðskiptamódeli félagsins sem hverfist um hinn stórglæsilega leikvang þess og hvernig umbreytingin hefur byggst á stafrænum leiðum og þátttöku aðdáenda.

Þá mun Ólöf Jónsdóttir, forstöðumaður fjártækni hjá Kviku banka, tala á fundinum. Hún mun segja frá því hvers vegna bankinn ákvað að bjóða fjármálaþjónustu fyrir einstaklinga einvörðungu á netinu og hverju neytendur mega eiga von á í bankaþjónustu á Íslandi á næstu árum?

08:30 Opnað fyrir morgunverð og skráningu
09:00 Hefst formleg dagskrá
• Finnur Oddson, forstjóri Origo, opnar fundinn
• Ólöf Jónsdóttir, forstöðumaður fjártækni hjá Kviku:
Hvernig tókst Kviku að opna netbanka á fimm mánuðum?
• Jack Allen, markaðsstjóri Tottenham:
Stafræn umbreyting Tottenham
Fundurinn er haldinn í Gullteig á Grand Hóteli Reykjavík og lýkur um kl. 10:30.

Þeir sem kaupa miða á viðburðinn eiga kost á að vinna 2 VIP-miða (Premium Loungside-miðar) á Tottenham Travel Club á hinum nýja og glæsilega Tottenham Hotspur Stadium í London frá bolti.is. Innifalið er aðgangur að East Middle Travel Club Lounge fyrir og eftir leik (hlaðborð fyrir leik og veitingar í hálfleik). Heppinn þátttakandi verður dreginn út á viðburðinum 14. nóvember.

Veistu afhverju Hjammi fagnar komu Tottenham markaðsstjórans?

Meiri fróðleik um Tottenham Hotspur má finna hér.