Tix.is

Event info

Söngvaskáldin Ragnheiður Gröndal, Kristjana Stefáns og Svavar Knútur bjóða aftur til látlausra og hlýlegra jólatónleika undir yfirskriftinni Eitthvað fallegt.
Á tónleikunum kennir ýmissra grasa úr jólagarðinum, bæði verða flutt sígild íslensk jólalög og nokkur frumsamin lög eftir listafólkið og er áherslan lögð á látleysi, einfaldleika og einlægni í flutningi. Allur hljóðfæraleikur er í höndum tríósins og er hljóðheimnum þannig haldið eins lágstemmdum og mögulegt er.
Ragnheiður, Kristjana og Svavar leggja uppúr því að stemmningin á tónleikunum verði líkust kvöldvöku eða góðri samverustund. Þetta á því að vera hin fínasta stund fyrir alla fjölskylduna.

Miðaverð á tónleikana er kr. 4.000 en ókeypis er fyrir börn á grunnskólaaldri og yngri. Þá er sérstakur afsláttur fyrir nemendur, eldri borgara, öryrkja og atvinnulausa.

Tónleikar verða á eftirtöldum stöðum:

4. des. Sauðárkróki - Grána
5. des. Akureyri - Græni Hatturinn
18. des. Sólheimar - Sólheimakirkja
19. des. Hveragerði - Skyrgerðin
20. des. Bjarteyjarsandur Hvalfjarðarsveit
21. des. Fríkirkjan í Reykjavík

Hluti miðaverðs tónleikanna rennur til góðs málefnis.