Tix.is

Event info

Undanfarin 6 ár hafa Hafnfirðingar boðið heim á tónlistarhatíðinni HEIMA í Hafnarfirði. HEIMA-SKAGI er runnin undan rifjum þeirra hátíðar, en fyrirmyndin kemur reyndar frá Færeysku hátíðinni HOYMA sem starfrækt hefur verið í Gøtu í Færeyjum undanfarin 7 ár.

Á HEIMA-SKAGA hátíðinni í ár sem haldin er í tenglsum við menningarhátíð Skagamanna, Vökudaga, koma fram 6 listamenn/hljómsveitir sem spila tvisvar sinnum hver í jafn mörgum húsum. Eitt kvöld, 12 tónleikar í það heila í 6 húsum.

Aðallega er spilað í HEIMA-húsum (Vesturgata 32, Vesturgata 71b, Skólabraut 20 og Grundartún 8.) en líka í Báran brugghús og í Akraneskirkju.

Þeir fyrstu stíga á stokk kl. 20.00 og þeir síðustu enda um kl. 23.00. Að dagskrá lokinni er svo „eftirpartí“ á Gamla Kaupfélaginu sem er opið öllum og frítt inn. Þar getur fólk hist og borið saman bækur sínar og heyrða tóna eftir kvöldið.

Það spila ekki allir á sama tíma og þeir sem eru duglegastir að rölta á milli sjá flest atriði.

Þeir sem koma fram á HEIMA-SKAGA hátíðinni í ár eru:

Jónas Sig
Valgeir Guðjónsson
Ragnheiður Gröndal
Úlfur Úlfur
Högni Egilsson
Friðrik Dór