Tix.is

Event info

Umferðaröryggi í þéttbýli
- Hvernig getum við aukið öryggi og fækkað slysum í umferðinni?

Vegagerðin býður til morgunverðarfundar um umferðaröryggi í þéttbýli á Grand Hótel 15. október.
Myrkur, rysjótt veður og slæmt skyggni eru fylgifiskar haustsins. Þessar aðstæður hafa truflandi áhrif á ökumenn og gangandi vegfarendur og auka hættu á slysum. Þá er mikilvægt að finna svar við spurningunni: Hvernig getum við aukið öryggi og fækkað slysum í umferðinni?
Leitað verður svara við þessari stóru spurningu á morgunverðarfundi Vegagerðarinnar í Hvammi á Grand Hótel Reykjavík, þriðjudaginn 15. október klukkan 8 til 10. Boðið verður upp á morgunverð milli 8 og 8.30. Allir eru velkomnir.

Fyrirlesarar:
• Sigríður Björk Guðjónsdóttir lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins
• Margrét Silja Þorkelsdóttir deildarstjóri tæknideildar Vegagerðarinnar á Akureyri
• Svanhildur Jónsdóttir sviðsstjóri samgangna hjá VSÓ Ráðgjöf
• Kolbrún Guðný Þorsteinsdóttir, sérfræðingur í öryggis- og fræðsludeild á Samgöngustofu

Hvernig virkar sambúð þjóðvega og þéttbýlis?
Margrét Silja Þorkelsdóttir deildarstjóri tæknideildar Vegagerðarinnar á Akureyri fjallar um mikilvægt samstarf sveitarfélaga og Vegagerðar allt frá skipulagsstigi og til framkvæmd vega. Hún fer yfir hvað Vegagerðin leggur til í umferðaröryggisáætlunum sveitarfélaga og hvaða aðgerðir stuðla að bættu umferðaröryggi í þéttbýli, sér í lagi utan höfuðborgarsvæðisins.

Umferðaröryggisáætlun - til hvers?
Svanhildur Jónsdóttir sviðsstjóri samgangna hjá VSÓ Ráðgjöf greinir frá rannsóknarverkefni þar sem hún skoðar hvaða ávinningur hefur orðið af gerð umferðaröryggisáætlana hjá nokkrum sveitarfélögum.

Öruggt umhverfi skóla

Kolbrún Guðný Þorsteinsdóttir, sérfræðingur í öryggis- og fræðsludeild á Samgöngustofu, segir frá umferðaröryggisáætlunum skóla, það er hvernig best sé að skipuleggja umhverfi skóla, gönguleiðir barna og hvernig má fræða börn um öruggustu leiðina til og frá skóla. Einnig segir Kolbrún stuttlega frá samstarfi Samgöngustofu og bæjarfélaga á síðustu tveimur árum.

Frá sjónarhóli lögreglunnar

Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins, ræðir umferðaröryggi í þéttbýli út frá sjónarhóli lögreglunnar á Höfuðborgarsvæðinu.