Tix.is

Event info

15:15 tónleikasyrpan hefur göngu sína á ný í Breiðholtskirkju

15:15 tónleikasyrpan hefur göngu sína á ný í lok septembermánaðar. Tónleikar verða haldnir á laugardögum í Breiðholtskirkju, Tjaldkirkjunni í Mjódd. Sex tónleikar eru á dagskrá nú í haust, Caput hópurinn ríður á vaðið með tónleikum með verkum Áskels Mássonar laugardaginn 28. september kl. 15:15 og kl. 17:00 þann sama dag leikur fiðluleikarinn Peter Sheppard Skærved einleiksverk Hafliða Hallgrímssonar.

Laugardaginn 28. september klukkan 15:15 leikur Fyrst flytur Caput hópurinn efnisskrá með völdum einleiks og kammerverkum Áskels Mássonar auk þess að frumfluttur verður eftir hann nýr oktett. Tónskáldið hefur einnig valið tónverkið Qutrain II eftir Toru Takemitsu til flutnings á tónleikunum.

Á seinni tónleikunum sem hefjast klukkan 17:00 verða flutt þrjú verk fyrir einleiksfiðlu eftir annað okkar virtustu tónskálda, Hafliða Hallgrímsson. Þetta eru verkin Offerto og Klee Sketches Op.32, Bók I og II. Flytjandi er hinn snjalli fiðluleikari Peter Sheppard Skærved frá Bretlandi.

Peter Sheppard Skærved fiðluleikari

Peter Sheppard Skærved hefur verið í samstarfi við Hafliða Hallgrímsson um tuttuga ára skeið. Peter hefur flutt, hljóðritað og kvikmyndað einleiks og kammerverk tónskáldsins víða um heim og þar á meðal frumflutt Klee Sketches sem flutt verður á tónleikunum í Breiðholtskirkju.

Fjöldi þeirra verka fyrir fiðlu sem hafa verið tileinkuð Peter eru orðin yfir 400 talsins. Meðal þeirra tónskálda sem hafa skrifað fyrir hann eru Hans Werner Henze, Judith Weir, Poul Ruders, Judith Bingham, Michael Hersch, Elena Firsova, Gloria Coates, Jörg Widmann, David Matthews Sidika O?zdil, Edward Cowie, Sadie Harrison, Peter Sculthorpe, Robert Saxton, Elliott Schwartz, George Rochberg, Howard Skempton, Thomas Simaku, Kenneth Hesketh, Evis Sammoutis, Michael Finnissy, Dmitri Smirnov og Michael Alec Rose.

Peter hefur verið tilnefndur til Grammy verðlaunanna fyrir leik sinn. Hann hefur leikið á yfir 70 hljóðritum gefnum út af Naxos, Metier, Chandos, Toccata Classics og fleiri útgáfufyrirtækjum. Þessar hljóðritanir eru meðal annars rómaðar útgáfur af Beethoven sónötunum, Tartini einleiks sónötum, Telemann fantsíum, Henze konsertum og sónötum, Haydn konsertum, Schubert konsertum og sónötum og Reicha kvartettum, og einnig þeim verkum sem samin hafa verið fyrir hann.

Frekari upplýsingar um Peter og störf hans eru á heimasíðunni www.peter-sheppard-skaerved.com

Um 15:15 tónleikasyrpuna

Árið 2002 var stofnað til nýrrar tónleikaraðar á Nýja sviði Borgarleikhússins. Nafnið var kennt við þann tíma dags sem tónleikarnir voru haldnir. Eftir fimm ára farsælt samstarf við Borgarleikhúsið fluttist 15:15 tónleikasyrpan í Norrænahúsið þar sem hún var til húsa þar til síðastliðið vor. Nú hefur 15:15 tónleikasyrpan aðsetur í Breiðholtskirkju. 15:15 tónleikasyrpan er vettvangur grasrótar í tónlist þar sem áhersla er lögð á nýsköpun og tilraunastarfsemi og tónlistarmenn geta flutt og kynnt þá tónlist sem þeim er hugleikin hverju sinni. Þeir hópar sem komið hafa fram undir merkjum 15:15 tónleikasyrpunnar eru m.a. tónlistarhóparnir Benda, Camerarctica, Caput, Dísurnar, Duo Harpverk og Hnúkaþeyr. Einnig hafa komið fram fjöldi söngvara og hljóðfæraleikara og flutt allt frá forntónlist til nútímatónlistar víðsvegar að.