Tix.is

Event info

Omotrack er næst á svið á Uppklappi Nova!

Tónleikarnir fara fram í Lágmúla 9, þann 2. október kl. 20:30. Húsið opnar kl. 20:00.

Frítt fyrir viðskiptavini Nova! Þú sækir miðann þinn í Frítt stöff í Nova appinu - almenn miðasala á tix.is.


Miðaverð kr. 1.990,- en aðeins 1.490,- ef greitt er með Aur
Athugið að takmarkað magn miða er í boði.
Tónleikagestir fá 2 fyrir 1 af drykkjum á Nova barnum.


Omotrack er hljómsveit sem upphaflega samanstendur af tveimur bræðrum, Markús & Birkir. Þeir hafa verið að spila og
semja tónlist saman frá unga aldri. Þeir eru uppaldir í Eþíópíu í litlu þorpi sem heitir Omo Rate þar kemur hugmyndin að nafni hljómsveitarinnar.
Við og aðrir heilluðumst af hljómsveitinni þegar þeir komu fram á 900 Grillhús í Eyjum og getum ekki beðið eftir að sjá þá bræður stíga á svið aftur!

Uppklapp er tónleikaröð þar sem íslenskt listafólk kemur fram, með nýjum og persónulegum hætti. Auk þess að flytja sína eigin tónlist sitja þau fyrir svörum og segja okkur meðal annars frá lögunum sem þau hafa valið inn á Tónlistann þá vikuna. Við fáum þannig að skyggnast inn í hugarheim ólíkra listamanna og kynnumst tónlistinni þeirra, um leið og við fáum að vita hvað veitir þeim innblástur og hver uppáhalds lögin þeirra eru.

Inni á Tónlistanum kynnir listafólk einnig sína vinatóna sem viðskiptavinir Nova geta sett upp hjá sér. Vinatónar eru tónar sem vinir þínir heyra þegar þeir hringja í þig.

Nova elskar tónlist af öllu hjarta og hefur frá upphafi lagt mikið upp úr því að rækta grasrótina hér heima. Allur ágóði af miðasölunni rennur til listamannsins hverju sinni sem og allar tekjur af sölu vinatóna. Með því að mæta í Lágmúlann eða að sækja þér vinatón leggur þú þitt af mörkum og styður við íslenska tónlist. Aðeins 100 miðar eru í boði hverju sinni.

Nældu þér í miða og sjáumst 2. október!