Tix.is

Event info

Uppselt er á sýninguna kl. 20:30 og aukasýningu hefur verið bætt við kl. 22:00!

Fimmtudagskvöldið 26. september mun Árni Helgason halda sína fyrstu uppistandssýningu og honum til liðsinnis verður Jakob Birgisson. Sýningin fer fram í helgasta vé Seltirninga, Rauða ljóninu, og hefst kl. 20.30. 

Árni Helgason vinnur sem lögmaður auk þess sem hann stýrir hlaðvarpsþættinum Hismið og skrifaði þættina Hversdagsreglur sem voru sýndir á Stöð 2 í fyrra. Hann heldur sína fyrstu uppistandssýningu þetta kvöld og áhorfendur eru tryggðir með eitthvað fyrir peninginn; annað hvort góðan hlátur eða að hafa verið viðstödd á staðnum þegar 38 ára gamall lögmaður brotlendir harkalega. Hvort tveggja góðar sögur í næsta matarklúbb.

Jakob Birgisson kom fram á sjónarsviðið fyrir ári síðan og hefur síðan þá haft gamanmál að atvinnu. Jafnframt skrifar hann Áramótaskaupið 2019 um þessar mundir.

Kynnir verður Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir lögfræðingur og pistlahöfundur á Fréttablaðinu.