Tix.is

Event info

Fyrsta SVEF Hádegi starfsvetrarins verður haldið miðvikudaginn 9. október á nýjum stað, Hæðinni Síðumúla 32. Að þessu sinni verður fjallað um vefverslanir en fulltrúar frá Já.is og Nova koma til okkar og segja frá verkefnum sem hlotið hafa mikla athygli undanfarið.

Um er að ræða hádegisviðburð þannig að kjörið er að hóa saman vini og vinnufélaga til þess að fræðast, styrkja tengslanetið og fá sér gott að borða. Reynt verður að bjóða uppá fjölbreyttan og áhugaverðan fingramat sem höfðar til sem flestra. Vegan valmöguleikar verða til staðar.

Í vetur munum við bregða út af vananum og verðum á nýjum stað með hádegisfundina okkar. Markmiðið er að skapa afslappaðri stemmingu, auka spjall á milli gesta fyrir og eftir erindin og ýta þannig undir tengslamyndun í faginu okkar.

Miðaverð með mat inniföldum lækkar umtalsvert á milli ára en meðlimir í SVEF greiða nú 3.490 kr og utanfélagsfólk greiðir 4.900 kr.

Ef þú vilt ganga í félagið þá kaupir þú einfaldlega SVEF-miða á viðburðinn á Tix.is og verður samhliða skráður í félagið. Ársgjald er 14.900 kr. Flest fyrirtæki eru reiðubúin að greiða árgjöld fyrir starfsfólk sitt.

Fundarstjóri er Daníel Rúnarsson, formaður stjórnar SVEF.


Dagskrá:

11:30 til 12:00: Fingramatur, spjall & chill
12:00 til 12:05: Kynning á starfsemi vetrarins og innsendingum til Íslensku vefverðlaunanna
12:05 til 12:30: Anna Berglind Finnsdóttir, verkefnastjóri vöruleitar Já.is
12:30 til 13:00: Vefverslun Nova (nánari lýsing væntanleg)