Tix.is

Event info

Hvað er KAP?

KAP stendur fyrir kundalini activation process.

Þú einfaldlega liggur á yogamottu og/eða teppi á gólfinu í um klukkustund, færð snertingu yfir ákveðna punkta líkamans, svo sem enni, bringubein, lófa og iljar.

Það er allt og sumt sem á sér stað hið ytra, það sem á sér stað hið innra er síðan annað mál.

Til að skilja hvað á sér stað á KAP viðburði, þurfum við að skoða tilvist okkar í stærra samhengi en við erum flest vön og opna vitund okkar fyrir möguleikanum á því að það er ákveðið orkusvið sem við höfum öll aðgengi að og tilheyrir okkar dýpsta kjarna.

Upplifunin er einstaklingsbundin, en djúpt hugleiðsluástand á sér yfirleitt stað þar sem viðkomandi upplifir sig í einingu með öllu sem er og því fylgir vellíðan, gleði og kærleikur.

Tilfinningar svo sem sorg eða reiði geta einnig komið upp á yfirborðið frá undirvitund án þess að þeim fylgi minning eða saga, einnig getur einstaklingur upplifað innilegt hláturskast.

Líkamleg viðbrögð geta komið fram svo sem ósjálfráðar hreyfingar eða danshreyfingar.

Einn og sami einstaklingur getur mætt nokkrum sinnum en átt gjörólíkar upplifanir i hvert sinn.

Við stýrum ekki orkunni sem vaknar innra með okkur. Hún leitar þangað sem hennar er þörf og þannig er þetta náttúrulegt og eðlilegt flæði sem ekki þarf að varast á neinn hátt og allir geta notið góðs af.

Hvað þarf ég að hafa með?

Við mælum með að hafa meðferðis yogadýnu/ mjúka dýnu til að liggja à og þægilegum fatnaði.

Þóra Hlín Friðriksdóttir starfar sem KAP leiðbeinandi og yogakennari með yfir 500 tíma RYT kennsluréttindi. Hún hefur boðið upp á vikulega KAP viðburði á Íslandi frá ágúst 2018.

Hún lauk 6 mánaða leiðsögn og einkanámstíma hjá Venant Wong stofnanda KAP í mars árið 2019.

Köllun hennar er að styðja við heilunarferli hjá sérhverjum einstakling og tengingu við okkar sanna sjálf.

Árni Heiðar Karlsson hefur starfað í yfir tvo áratugi sem píanóleikari, tónsmiður, stjórnandi og fyrirlesari. Hann hefur gefið út sex plötur undir eigin nafni og auk þess leikið á tónleikum víða í Evrópu og Bandaríkjunum. Árni stundaði tónlistarnám í Hollandi, Englandi, og Bandaríkjunum þaðan sem hann lauk Mastersgráðu í tónlist en hann hefur einnig stundað nám á meistarastigi í heimspeki við Háskóla Íslands. Auk þess að hafa reynslu af KAP hefur Árni Heiðar iðkað fjölmargar aðferðir hugleiðslu í aldarfjórðung, m.a. Zen, Samatha/Vipassana, Tantra/Kashmir-Shavaism, Advaita Vedanta (non-dual), kristna íhugun, o.fl, sem nýtast honum í tónsköpun og spuna. Hann hefur lokið námi og þjálfun sem NLP þjálfari frá JSA Associates í Bristol (UK), og Stjórnendamarkþjálfunarnámi sem Integral Master Coach frá Integral Coaching Canada í Ottawa (CA) og vinnur að hluta sem ráðgjafi fyrir stjórnendur fyrirtækja hérlendis.

Á þessum viðburði mun Árni Heiðar spinna á flygil Hannesarholts meðan á KAP ferlinu stendur.