Tix.is

Event info

Ölverk brugghús kynnir bjórhátíð sem enginn sannur bjóraðdáðandi ætti að láta framhjá sér fara.

Bjórhátíðin verður haldinn laugardaginn 5.október í gróðurhúsi í Hveragerði (í næstu götu við Ölverk Pizza & Brugghús) og á þeim degi sem markar tvö ár síðan fyrsti Ölverk bjórinn var seldur.

Á hátíðinni mun gestum gefast tækifæri á því að smakka á hinum ýmsu vörutegundum frá framleiðendum víðsvegar af landinu.

Staðfestur listi framleiðenda (uppfærist reglulega)


- Ægir Brugghús ( Reykjavík )
- Rvk Brewing ( Reykjavík )
- The Brothers Brewery ( Vestmannaeyjar )
- Víking brugghús ( Akureyri )
- Húsavík Öl ( Húsavík )
- Ölverk brugghús ( Hveragerði )
- Malbygg ( Reykjavík )
- Jón Ríki ( Höfn )
- Og Natura ( Reykjavík )
- Ölvisholt brugghús ( Flóahrepp )
- Smiðjan brugghús ( Vík )
- Foss distillery ( Kópavogur )
- Dokkan brugghús ( Ísafjörður)
- Bryggjan brugghús ( Reykjavík)
- Segull 67 brugghús ( Siglufjörður )
- Gæðingur brugghús ( Kópavogur )
- Ísgerðin Kjörís ( Hveragerði)
- Borg brugghús ( Reykjavík )
- Álfur brugghús ( Garðabæ )


Dagskrá
15.30-16:00. Afhending armbanda.
16:00 – 19:00. Framleiðendur gefa smakk af sínum vörum. Einungis fyrir armsbandsgesti.
19:00-19:30 - Tónlistaratriði frá Unni Birnu og Sigurgeir Skafta. Einungis fyrir armbandsgesti.
19:30 - 20:00. Leynigestur. Einungis fyrir armbandsgesti.
20:00-00:00. DJ Gunni Ewok og barsala. Opið öllum.


----- Hagnýtar upplýsingar -----

// Staðsetning //
Bjórhátíðin mun fara fram í gróðurhúsi hér í Hveragerði, staðsett fyrir aftan Ölverk Pizza&Brugghús, eða nánar tiltekið í Þelamörk 29.

// Miðaverð //
Aðgangseyrir á bjórhátíðina er 5400,- krónur.

// Miðasala //
Miðasala fer fram á tix.is.

// Aldurstakmark //
20 ára aldurstakmark er á bjórhátíðina og eru skilríki nauðsynleg.

// Afhending armbanda //
Dagana 30. september til 4. október verður hægt að nálgast armböndin gegn framvísun miða á Ölverk Pizza&Brugghúsi í Hveragerði.
Laugardaginn 5.október mun afhending armbanda fara fram við hátíðarsvæðið.

// Innifalið í miða //
Armband á skemmtilega bjórhátíð, happdrættisnúmer, smakk á vörum hinna ýmsu framleiðanda, sérvalin tónlistaratriði og tækifæri til þess að þess að eiga samtal við fólkið á bakvið vörurnar.

// Samgöngur //
Leið 51 með Strætó leggur af stað frá Mjóddinni til Hveragerði klukkan 15:15 og leggur hann af stað til baka í Mjóddina klukkan 22:38.

// Bílastæði //
Nóg verður af bílastæðum á malarplaninu á móti hátíðarsvæðinu.

// Veitingarsala //
Veitingarsala verður á hátíðarsvæðinu og með fjölbreyttu móti en pizzusölu á Ölverk lýkur klukkan 22:00.

// Nánari upplýsingar //
Spurningar og fyrirspurnir sendist á beerfestival@olverk.is.

https://www.facebook.com/events/507035620083915/