Tix.is

Event info

Vegna gríðarlegrar eftirspurnar hafa aðstandendur nú bætt við aukakvöldi þann 22.desember nk. kl. 19.00 í IÐNÓ.

IÐNÓ og Daníel Hjálmtýsson leiða saman hesta sína á ný þessa aðventuna n.t.t. sunnudagskvöldið 15.desember nk.

Kvöldstundin samanstendur af fordrykk í anddyri, þriggja rétta hátíðarmatseðli IÐNÓ og tónleikum Daníels Hjálmtýssonar og hljómsveitar hans þess á milli. Uppselt varð á viðburðinn í fyrra.

Flutt verða lög Leonard Cohen, Nick Cave og fleiri í bland við klassísk jóla – og hátíðarlög og önnur hlý og uppáhalds. Afar einstök blanda sem uppsker eftirminnilega og hlýja stemmingu.

Daníel Hjálmtýsson hefur undanfarin ár vakið gríðarlega athygli bæði hér heima og erlendis fyrir flutning sinn á lögum Leonard Cohen og Nick Cave en Daníel hóf að heiðra minningu Leonard Cohen eftir andlát Cohen árið 2017. Sú tónleikaröð telur nú á nær annan tug og ávallt er uppselt.
Daníel hefur þó verið iðinn við tónlist frá barnsaldri og undanfarið verið iðinn við ýmis önnur verkefni. Vinnur Daníel nú m.a. að útsetningu sinnar fyrstu sólóplötu auk þess sem hann gaf út tvær smáskífur undir formerkjum verkefnisins HYOWLP nýlega.

Nánari upplýsingar um hljómsveitarskipan og sérstaka gesti er að vænta þegar nær dregur.

Sérstakur hátíðarmatseðill IÐNÓ er eftirfarandi:

FORRÉTTUR

Léttreykt og grafin bleikja borin fram með karmelíseruðum rófum, dill og ristaðar heslihnetur.

AÐALRÉTTUR

Salvíu og smjör steikt kalkúnabringa, kartöflu mauk með blaðlauk og kryddjurtum, gljáð nípa og tímían soðsósa

DESSERT

Marsípan möndlu kaka, posheraðar mandarínur og mandarínu krapís.


(Vinsamlegast látið vita af ofnæmi eða hvort óskað sé eftir vegan – eða grænmetisrétti)