Tix.is

Event info

Laugardagskvöldið 2.nóvember nk. verður sannkölluð tónlistarveisla á Hard Rock Café, þar sem konur í rokki verða hylltar! 

Söngkonan Katrín Ýr og bassaleikarinn Erla Stefánsdóttir standa fyrir kvöldinu þar sem þær munu flytja marga stórgóða slagara sem koma allir úr vopnabúrum kvenna í rokki víðsvegar úr heiminum í gegnum tíðina.

Þær munu heiðra konur og hljómsveitir á borð við:

- Cranberries
- Janis Joplin
- 4 Non Blondes
- Evanescence
- Skunk Anansie
- Alanis Morrisette
- No Doubt o.fl. 

Katrín er Reykvíkingur en hefur búið í London og starfað við tónlist síðastliðin 13 ár. Í London hefur hún helgað líf sitt söngnum, á þeim tíma hefur hún starfað með fjölda tónlistarmanna á borð við Jamie Cullum, Ray BLK, Tim Rice, Aggro Santos, Senser, Liam Howe (Sneaker Pimps) ofl.

Erla hefur starfað við tónlist frá unglinsárum, og þá nýlega með hljómsveit sinni Dalí, og einnig með hljómsveitinni Grúska Babúska. Hún fór einnig á tónleika ferðalag um Ísrael í sumar, ásamt því að spila á risa tónlistarhátíðinni Glastonbury. 

Tónleikarnir verða haldnir laugardagskvöldið 2.nóvember og miðasala fer fram á tix.is.
Miðaverð í forsölu er 2.900 og við hurð 3.500. 

Hljómsveitina skipa:
Katrín Ýr: Söngur
Erla Stefánsdóttir: Bassi og raddir
Helgi Reynir Jónsson: Gítar og raddir
Jón Ingimundarson: Hljómborð
Ed Broad: Trommur og raddir 

Húsið opnar kl: 21.00

Tónleikar hefjast kl: 22.00