Tix.is

Event info

Bandaríski jazzgítarleikarinn Miles Okazaki hefur nýlega hlotið mikið lof fyrir 6 hljóðritanir sem hann gerði á verkum píanistans Thelonious Monk. Þessar hljóðritanir, sem hafa að geyma allar tónsmíðar Monks, hafa vakið mikla athygli og voru á lista New York Times yfir bestu hljóðritanir ársins 2018 og sagðar vera “stórfengleg þakkargjörð”. Okazaki hneigir sig svo sannarlega í duftið í aðdáun á meistara Monk með þessu mikla verki.

Okazaki gerir út frá New York þar sem hann hefur komið víða við og leikið með mönnum á borð við Kenny Barron, John Zorn, Darcy James Argue, Stanley Turrentine og fleirum. New York Times segir leik hans vera “laus við væntingar um hvernig á að leika á gítar”. Okazaki hefur gefið út 4 aðrar hljóðritanir og bókina Fundamentals of Guitar. Hann er með gráður frá Harvard, Manhattan School of Music og Juilliard.