Tix.is

Event info

Villi Neto og Stefán Ingvar gera upp æsku sína, menntun og uppeldi í nýrri uppistandssýningu.

Villi ólst upp í hitanum í Portúgal - heitu loftslagi og heitu félagslífi. Flutti síðan til Íslands 14 ára gamall í kuldann, kalt loft og fáa vini. Hann hefur verið í menningarsjokki síðan. Stefán Ingvar var skakkur frá því að hann var 16 ára þangað til að hann rankaði við sér 22 ára gamall, í sviðslistanámi, og dreif sig í meðferð. Síðan þá hefur hann reynt að vinna úr gremjunni sinni en það gengur ekkert vel.


Villi og Stefán hafa gert fullt af hlutum saman, enda hafa þeir verið bestu vinir í síðan í menntaskóla!. Þetta er í þriðja sinn sem þeir koma fram á uppistandskvöldi saman. Þeir hafa t.d. troðið tvisvar upp með uppistandshópnum Fyndnustu mínum á Hard Rock café fyrir troðfullum sal og öllum fannst ógeðslega gaman. Við gerum ráð fyrir því að það verði stappað aftur og ekkert minna skemmtilegt en síðast.


Drífið ykkur að panta miða inni á tix.is


Við þökkum Hringdu kærlega fyrir auðsýndan stuðning