Tix.is

Event info

Hljómsveitirnar In Siren, Future Figment og Flavor Fox ætla að leiða saman hesta sína á tónleikum á Hard Rock Café Föstudagskvöldið 6. September. Sveitirnar eiga það allar sameiginlegt að leika framsækið rokk en þó hver á sinn hátt.

In Siren kom saman aftur fyrr á árinu eftir 7 ára dvala eða síðan platan 'In Between Dreams' kom út árið 2012. Hljómsveitin var stofnuð árið 2008 en hafði áður starfað undir nafninu Polymental og gefið út eina EP plötu. Ný plata er í vinnslu og kom lagið 'Hverfum' út nú fyrr í sumar.

Future Figment er 4 manna sveit sem á rætur sínar að rekja í bæði Reykjavík og Hveragerði. Þeir eru best þekktir fyrir framsæknar lagasmíðar, þung riff og flæðandi grooves sem minna helst á hljómsveitir á borð við Mastodon, Tool og Deftones svo eitthvað sé nefnt.
Hljómsveitin er á leið í stúdíó í Október næstkomandi, til að taka upp sína aðra hljómplötu og stefnir á að prufukeyra nýtt efni í fyrsta sinn á tónleikum.

Flavor Fox er glænýtt band sem spilar tilraunakennda pop/rock tónlist.
Bandið skipa Ævar Örn Sigurðsson bassaleikari Höskuldur Eiríksson trommari og Stefán Laxdal gítarleikari og jafnframt söngvari bandsins.
Flóknir hljóðfærapartar í bland við hnitmiðaðar og grípandi sönglínur er eitt af sérkennum sveitarinnar.
Þeir gáfu út tvö lög um sumarið 2019 sem má nálgast á öllum helstu miðlum.